Innlent

Aldrei fleiri beiðnir um leit að týndum ungmennum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglunni hefur ekki áður borist jafn margar beiðnir um leitir í einum mánuði.
Lögreglunni hefur ekki áður borist jafn margar beiðnir um leitir í einum mánuði. Vísir/Eyþór

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 32 beiðnir um leit að týndum börnum og ungmennum í marsmánuði. Lögreglunni hefur ekki áður borist jafn margar beiðnir um leitir í einum mánuði og það sem af er ári hafa borist 53 prósent fleiri leitarbeiðnir en bárust að meðaltali síðustu tvö ár á undan. Þetta kemur fram í tölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.

Þar segir einnig að embættinu bárust 705 tilkynningar um hegningarlagabrot í mars og eru það nokkuð fleiri brot en í febrúar þegar tilkynnt voru 588 hegningarlagabrot. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni skýrist fjölguninað miklu leyti af fjölgun heimilisofbeldismála í mars.

Þá fjölgaði einnig skráðum brotum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skráð voru 122 brot og eru það 46 prósent fleiri brot en að meðaltali síðustu 12 mánuði á undan. Slíkum brotum hefur fjölgað um 34 prósent samanborið við meðalfjölda á sama tímabili síðustu þrjú ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.