Innlent

Ragna Sigurðardóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragna Sigurðardóttir, læknanemi og fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði, var kjörinn nýr formaður Stúdentaráðs á skiptafundi ráðsins í dag. Á fundinum tók nýtt Stúdentaráð við völdum en Röskva vann stórsigur á Vöku í kosningum til Stúdentaráðs í febrúar síðastliðnum og fer nú með meirihluta í ráðinu.

Á skiptafundinum bar Ragna sigurorð af Nönnu Hermannsdóttur, öðrum fulltrúa Röskvu í Stúdentaráði, sem einnig bauð sig fram til formanns en Nanna hlaut níu atkvæði á móti átján atkvæðum Rögnu.

Þá var Ási Þórðarson, sálfræðinemi, kjörinn varaformaður ráðsins, Sigmar Aron Ómarsson, lögfræðinemi, var kjörinn hagsmunafulltrúi og Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðinemi, var kjörinn lánasjóðsfulltrúi.

Nánar er fjallað um skiptafundinn á vef Stúdentablaðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×