Erlent

BBC pabbinn tjáir sig um „besta atvik í sögu sjónvarpsins“

Samúel Karl Ólason skrifar
Robert Kelly, Kim Jung-A og börnin þeirra tvö  Marion og James.
Robert Kelly, Kim Jung-A og börnin þeirra tvö Marion og James.
Robert E. Kelly og eiginkona hans Kim Jung-A slökktu á símunum sínum um helgina og forðuðust Twitter og Facebook. Kelly, sem er sérfræðingur um Suður-Kóreu, var í viðtali við BBC á föstudaginn þegar börnin hans tvö komu inn í herbergið hjá honum og slógu í gegn.

Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum, en Kelly segist hafa gleymt að læsa hurðinni eins og gerir venjulega.

Dóttir hans, hin fjögurra ára gamla Marion, hefur vakið sérstaka athygli.

Viðtalinu hefur jafnvel verið lýst sem besta atviki sjónvarpssögunnar.

Fjölskyldan tjáði sig um atvikið við Wall Street Journal. Viðtalið við þau má sjá hér að neðan.

Keylly hefur orðið fyrir gagnrýni einhverra netverja, fyrir að hjálpa eiginkonu sinni ekki við að koma börnunum út. Margir hafa giskað á ástæðu þess að hann stóð ekki upp, en Trevor Noah segir hana einfalda.

Hann segir ljóst að Kelly hafi ekki verið í buxum. Noah segir það óskrifaða reglu sjónvarpsins að ef það sést ekki í neðri helming einhvers í sjónvarpi, sé hann ekki í buxum og færir hann sönnun fyrir máli sínu.

Kelly sjálfur segist þó hafa verið í gallabuxum.

Jimmi Fallon gerði einnig kostulegt grín að atvikinu í upphafsræðunni í þætti sínum Tonight Show í gær.

Washington Post tók saman fimm skipti sem börn hafa slegið í gegn í beinni útsendingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×