Körfubolti

Flautukarfa Hildar réð úrslitum í Seattle í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir.
Hildur Björg Kjartansdóttir. Vísir/Stefán

Hildur Björg Kjartansdóttir var hetja University of Texas Rio Grande Valley (UTRGV) í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

UTRGV vann þarna 58-57 sigur á Seattle University en leikurinn fór fram á heimavelli Seattle.

Íslenski landsliðsmiðherjinn úr Stykkishólmi vann leikinn með tilþrifum á báðum endum vallarins.

Fyrst vann hún boltann í vörninni þegar þrjár sekúndur voru eftir og tók síðan sóknarfrakast og setti niður lokaskot leiksins rétt áður en lokaflautið gall.

Hildur Björg endaði leikinn með 14 stig og 8 fráköst en hún hitti úr 4 af 8 skotum sínum í leiknum og var auk þess með eina stoðsendingu, einn stolinn bolta og eitt varið skot.

University of Texas Rio Grande Valley hefur nú unnið 17 af 28 leikjum sínum á tímabilinu.

Hildur Björg er með 7,6 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik á leiktíðinni en hún er að spila 27,6 mínútur í leik. Hún er að taka flest fráköst í liðinu og er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.