Innlent

Guðni Th. fór á kostum: „Ég sagði handrit, ekki Andrés“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er samsett.
Myndin er samsett. Mynd/EPA

Guðni Th. Jóhannesson forseti Ísland lék við hvurn sinn fingur í ávarpi sínum á Menntadögum Samtaka atvinnulífsins í morgun. Gerði hann góðlátlegt grín að menningararfinum og Andrésarblaði sem hann fékk sent í pósti í gær.

Heimsótti Guðni Árnastofnun í Kaupmannahöfn á meðan á opinberri heimsókn hans þar í landi stóð. Þar minntist Guðni á að gaman væri að fleiri forn íslensk handrit sem þar eru geymd heim til Íslands.

Guðni með blaðið góða. Mynd/Forseti Íslands

„Þar fórum við á Árnastofnun og þar kynntum við þann hluta menningararfs okkar sem þar er að finna, handritin. Vissulega fengum við stóran hluta af þeim hingað og það væri gaman að fá meira. Ég hafði nú orð á því úti,“ sagði Guðni.

Í gær greindi Guðni svo frá því að hann hefði fengið sent Andrésar Andarblað frá dönskum safnara en í ræðu sinni í hátíðarkvöldverði drottningar minntist Guðni á hvað hann hafði haft gaman af því að lesa slík blöð í æsku.

Sagði Guðni þá brandara sem gerði það að verkum að salurinn sprakk úr hlátri.

„Ég sagði handrit, ekki Andrés,“ en viðurkenndi Guðni reyndar að hann hefði stolið brandaranum frá vini sínum.


Tengdar fréttir

Forsetinn fékk gamalt Andrésblað

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk í morgun góða gjöf þegar Dani nokkur sendi honum Andrésar Andarblað frá árinu 1968.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.