Lífið

Einstæð móðir byggði hús frá grunni með því að horfa á YouTube myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögnuð saga.
Mögnuð saga.
Það tekur greinilega bara eitt ár að byggja draumahúsið ef þú gerir það sjálfur og helst með aðstoð barnanna þinna.

Árið 2008 ákvað Cara Brookins að taka málin í sínar eigin hendur. Þá bjó hún með ofbeldisfullum eiginmanni sínum og á sama tíma var annar maður að áreita hana, en sá var andlega veikur. Hún á fjögur börn og vissi að hún myndi ekki hafa efni á því að kaupa hús fyrir þau fimm.

Brookins ákvað að yfirgefa eiginmann sinn, tók bankalán til að eiga fyrir smá landssvæði og byggingarefni og hreinlega byggði húsið sjálf.

Á endanum náði hún að reisa 330 fermetra hús með fimm svefnherbergjum, þriggja bíla bílskúr og fyrst og fremst draumahús fjölskyldunnar.

Brookins hafði ekki efni á því að greiða verkamönnum fyrir vinnu þeirra en með aðstoð vina og vandamanna og YouTube myndbanda náði hún að skaffa þak yfir höfuðið á börnunum sínum. Hún og börnin lærðu öll helling og reistu húsið í sameiningu.

Nú hefur þessi magnaða kona sett á laggirnar vefsíðu þar sem hún deilir sögu sinni og gefur öðrum ráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×