Körfubolti

Israel Martin framlengir á Króknum til 2020

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Israel Martin elskar Sauðárkrók.
Israel Martin elskar Sauðárkrók. vísir/ernir

Israel Martin, þjálfari Domino´s-deildarliðs Tindastóls hefur framlengt samning sinn við félagið um hálft þriðja ár en hann er nú samningsbundinn því til ársins 2020.

Þetta kemur fram á Feyki.is en þar segir að samhliða því að þjálfara meistaraflokk Tindastóls verði hann einnig yfirþjálfari félagsins til ársins 2020.

Israel Martin fór með Tindastól í lokaúrslit Domino´s-deildarinnar 2015 og tók aftur við liðinu af Joe Costa fyrr á þessari leiktíð. Liðið vann fimm leiki í röð undir stjórn Martins en tapaði svo fyrsta leik á nýju ári.

Tindastóll er þessa stundina að spila á móti ÍR á heimavelli sínum þar sem Skagfirðingar geta aftur komist á sigurbraut.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.