Lífið

Björk á meðal sardínanna í Laugardalslauginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk naut þess að vera í pottinum í gær.
Björk naut þess að vera í pottinum í gær. vísir/hanna
Björk Guðmundsdóttir var á meðal um fjögur þúsund gesta Laugardalslaugar á fyrsta degi ársins. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun var laugin sú eina sem var opin á höfuðborgarsvæðinu í dag og aðsóknin eftir því.

Stór hluti gesta í gær voru erlendir ferðamenn en sömuleiðis mátti finna fastagesti úr Vesturbæjarlaug sem áttu engan annan kost en að breyta út af vananum og fara í Laugardalslaugina.

Auk Bjarkar voru leikarinn Ingvar E. Sigurðsson og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds á svæðinu en öll þrjú eru reglulegir gestir í Vesturbæjarlauginni.

Björk virtist vera með erlenda gesti en fékk ekki sæti í saltpottinum frekar en flestir enda þurfti fólk bókstaflega að troða sér í pottana svo mikill fjöldi vildi baða sig á fyrsta degi ársins.


Tengdar fréttir

Laugardalslaug stífluð á nýársdag

Um fjögur þúsund manns sóttu Laugardalslaug heim í gær, fyrsta dag ársins. Eina laugin í borginni sem er opin á nýársdag. Gestir biðu í röðum eftir skápum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.