Viðskipti innlent

Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Eins og sjá má vonuðust margir til að næla sér í hillurnar sívinsælu
Eins og sjá má vonuðust margir til að næla sér í hillurnar sívinsælu Vísir

Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni þar sem viðskiptavinir vonuðust eftir að kaupa vegghillur sem hafa notið mikilla vinsælda. Ný sending af hillunum var að koma í sölu í morgun.

Vörulínur Söstrene Grene hafa notið mikilla vinsælda og eru svona uppákomur nánast orðnar að venju þegar nýjar vörur koma í sölu.

Sjá einnig: Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene

Hér má sjá hillurnar sem gera allt vitlaust.

Vísir greindi frá því í september síðastliðnum að legið hefði við slagsmálum í Kringlunni þegar viðskiptavinir reyndu að næla sér í hillurnar vinsælu. 

Þá varð allt vitlaust fyrir tveimur árum þegar sófaborð voru sett í sölu.

Nú mun Söstrene Grene reyna að forðast það og nýtast við skömmtunarkerfi og aðeins tvær hillur verða á mann.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.