Innlent

Alvarlegt þegar alþingismenn lýsa vantrausti á dómstóla í ræðustól

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Á Íslandi mælist afar lítið traust til dómstóla.
Á Íslandi mælist afar lítið traust til dómstóla. vísir/stefán
Traust á íslenskum dómstólum mælist mun lægra hér á landi en í nágrannalöndunum og hefur minnkað milli ára.

Formaður Dómarafélags Íslands segir það afar alvarlegt en bendir á að þegar alþingismenn lýsi yfir vantrausti í ræðustóli þá sé ekki nema von að almenningur missi traustið.

Dómarafélag Íslands heldur aðalfund sinn í dag þar sem lítið traust íslensks almennings á dómstólum verður meðal annars rætt. Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður félagsins, bendir á að stjórnmálamenn tali ekki með virðingu um dómstóla og sú afstaða geti haft mikil áhrif á almenning.  

Hann tekur nýfallinn dóm héraðsdóms um afhendingu barns til norskra yfirvalda sem dæmi. Dómurinn var umdeildur en þó kveðinn upp samkvæmt lögum Alþingis.

Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.
„Það sem gerist næst er að tilteknir alþingismenn nýta sér ræðustól Alþingis til að líkja þessum dómi við mannréttindabrot, og tala um barnsrán,” segir Skúli og bætir við að það sé þó alvarlegra að þeir kalli eftir því að ráðherra beiti sér í málinu.

„Með það að markmiði að úrskurður dómstólsins sé virtur að vettugi. Það sem er enn alvarlegra er að þetta er sagt og gert á tímapunkti þegar meðferð málsins er ekki að fullu lokið fyrir dómstólum.”  

Skúli segir þetta dæmi um að alþingismenn reyni að hafa áhrif á meðferð máls fyrir dómstólum .

„Ef alþingismenn tala svona um dóma og tala svona til dómara þá er ekki nema von að dómstólar mælist lágt í mælingum eins og til að mynda í Þjóðarpulsi Gallup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×