Körfubolti

Körfuboltakvöld: Berglind nýtur þess að spila með nýja Kananum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Hin bandaríska Aaryn Ellenberg-Wiley hefur komið sterk inn í lið Snæfells í Domino's deildar kvenna.

Ellenberg-Wiley er ekki einungis mikill skorari heldur hefur hún góð áhrif á liðsfélaga sína.

Berglind Gunnarsdóttir virðist sérstaklega njóta þess að spila með Ellenberg-Wiley en tölurnar hennar hafa rokið upp eftir að sú bandaríska kom í Hólminn.

Berglind skoraði t.a.m. 18 stig í öruggum sigri Snæfells á Skallagrími á miðvikudaginn.

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Berglindar og Ellenberg-Wiley í leiknum gegn Skallagrími í síðasta þætti.

Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.