Körfubolti

Fanney Lind til Skallagríms: Á nokkrar mjög góðar vinkonur í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanney Lind Thomas í leik með Val.
Fanney Lind Thomas í leik með Val. Vísir/Vilhelm

Kvennalið Skallagríms hefur fengið mjög góðan liðstyrk fyrir átökin í Domino´s deild kvenna en Fanney Lind Thomas hefur ákveðið að spila með Skallagrím það sem eftir er af tímabilinu.

Borgnesingar eru nýliðar í deildinni en hafa verið afar duglegir að bæta við sig reynslumiklum leikmönnum fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í fjóra áratugi.

Fanney Lind Thomas hefur verið ein af burðarásunum í liði Þórs frá Akureyri undanfarin tímabil en hún lék á sínum tíma með bæði Val og Fjölni og er uppalin hjá Hamri í Hveragerði.

„Ég er mjög spennt að koma aftur í úrvalsdeildina eftir rúmlega ár í 1. deildinni. Ekki skemmir fyrir að ég á nokkrar mjög góðar vinkonur í liðinu. Ég tel mig geta styrkt liðið í toppbaráttunni. Ég veit að stuðningurinn í Borgarnesi er uppá 10. Ég er rosalega spennt að fara í þessa baráttu með Skallagrím, þessu liði eru allir vegir færir," sagði Fanney í viðtali við fésbókarsíðu Skallagríms.

Fanney Lind Thomas var með 16,4 stig og 10,0 fráköst að meðaltali með Þórsliðinu í 1. deildinni í vetur en liðið er í toppsæti deildarinnar. Það er ljóst að brotthvarf Fanneyjar mun veikja liðið mikið.

Skallagrímsliðið er eins og er í 3. sæti Domino´s deildarinnar með tveimur stigum minna en topplið Snæfells og Keflavíkur.  Borgarnesliðið hefur unnið sex af níu leikjum sínum þar af alla fimm heimaleikina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.