Körfubolti

Benedikt kom báðum Þórsliðunum upp og nú mætast þau í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri. Vísir/Eyþór

Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15.

Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma.

Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11.

Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili.

Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili.

Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið.

Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010.

Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson.

Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.

Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár:
1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti)
1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.)
1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.)
1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.)
1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.)
1992-93 Ekkert
1993-94 Ekkert
1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.)
1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.)
1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.)
1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.)
1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.)
1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.)
2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.)
2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.)
2002-03 Ekkert
2003-04 Þór Þorlákshöfn  5-17 (11.)
2004-05 Ekkert
2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.)
2006-07 Þór Þorlákshöfn  5-17 (11.)
2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.)
2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.)
2009-10 Ekkert
2010-11 Ekkert
2011-12 Þór Þorlákshöfn  15-7 (3.)
2012-13 Þór Þorlákshöfn  16-6 (2.)
2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.)
2014-15 Þór Þorlákshöfn  11-11 (7.)
2015-16 Þór Þorlákshöfn  14-8 (5.)
2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór AkureyriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.