Körfubolti

Dominos-körfuboltakvöld: Er Pétur með of stórt hlutverk í liði Tindastóls?

Stefán Árni Pálsson skrifar

Pétur Rúnar Birgisson var frábær í liði Tindastóls sem vann ÍR í síðustu umferð Dominos-deildarinnar.

Pétur skoraði 22 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Sérfræðingarnir í Dominos-körfuboltakvöldinu fóru í gegnum leik Péturs og hans hlutverk í liðið Tindastóls í gærkvöldi og var það þeirra mat að Pétur væri í raun kannski með of stórt hlutverk í liði Tindastóls.

Hann þyrfti að fá fleiri leikmenn í liðinu með sér. Stólarnir unnu engu að síður 82-68 sigur á útivelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.