Viðskipti innlent

Hafliði snýr aftur til 365

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hafliði Helgason blaðamaður er nýr viðskiptaritstjóri fréttastofu 365.
Hafliði Helgason blaðamaður er nýr viðskiptaritstjóri fréttastofu 365.

Hafliði Helgason hefur verið ráðinn ritstjóri efnahags- og viðskiptafrétta hjá Fréttastofu 365. Hann mun annast ritstjórn Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, ásamt fleiru.

Hafliði var í hópi fyrstu blaðamanna Fréttablaðsins við stofnun þess árið 2001 og starfaði þar óslitið til ársins 2007. Hann var ritstjóri Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti frá stofnun, blaðsins árið 2005.

Frá 2007 hefur Hafliði unnið að ýmsum verkefnum tengdum fjárfestingum, nú síðast sem sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands frá árinu 2012. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og á að baki nám í blaðamennsku í Svíþjóð og heimspeki við Háskóla Íslands.

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.