Innlent

Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Talið er að um 3000 flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári.
Talið er að um 3000 flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári. Vísir/Getty

Rauði Kross Íslands hefur ákveðið að veita Rauða Krossinum á Ítalíu um 12,3 milljónir króna sem aðstoð við björgunaraðgerðir í Miðjarðarhafi. Einnig er búist við því að íslenskur hjúkrunarfræðingur komi að björgunarstarfinu þar á næstu vikum á þeirra vegum.

Hjálparstarfsmenn við Miðjarðarhaf hafa á þessu ári reynt sitt til þess að bjarga mannslífum í Miðjarðarhafi en þúsundir flóttafólks hefur freistað þess að komast til Evrópu frá Norður-Afríku á bátum. Á þessu ári hafa nú þegar um þrjú þúsund flóttamenn drukknað á leið sinni til Ítalíu eftir að landamærum Makedóníu til Evrópu var lokað. Í kjölfarið sendu Rauði Krossinn þarlendis,  Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauði hálfmáninn út neyðarkall og er peningagjöfin svar hjálparsamtakana hérlendis við því.

Drónar og björgunarskip
Rauði krossinn á Ítalíu fylgist með ítölsku landhelginni með drónum og björgunarskipum. Fram til þessa hefur aðeins eitt skipt verið á verði frá Rauða krossinum en nú hefur öðru skipi verið bætt við.Talið er að aðgerðirnar nái til um 160 þúsund flóttamanna í heild sinni. Hjálparsamtök koma fólki sem er í hættu til bjargar sem og dreifa hjálpargögnum á borð við drykkjavatn, mat, hlýjum fatnaði og öðru.

Rauði krossinn hefur opnað fyrir söfnunarnúmer sem eiga að renna beint til aðgerðanna í Miðjarðarhafi. Þau eru:

904 1500 fyrir 1500 króna framlag.

904 2500 fyrir 2500 króna framlag.

904 5500 fyrir 5500 króna framlag en einnig er hægt að leggja inn á reikning: 0342-26-12, kt. 530269-1649.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.