Körfubolti

Ægir Þór kominn í nýtt félag á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson
Ægir Þór Steinarsson Vísir/Hanna

Landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur gert samning við spænska félagið San Pablo Inmobiliaria og mun spila með liðinu á komandi tímabili í spænsku B-deildinni.

San Pablo Inmobiliaria segir frá þessum nýja liðsmanni sínum frá Íslandi í frétt á heimasíðu sinni í kvöld.

Ægir þór lék með Penas Huesca í sömu deild seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa byrjað tímabilið með KR-ingum.

Ægir Þór stóð sig vel hjá Penas Huesca og var meðal annars með 9,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.

Ægir Þór Steinarsson er sérstaklega hrósað fyrir varnarleikinn sinn í fréttinni á heimasíðu San Pablo Inmobiliaria en þar er talað um að hann hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Ægir hjálpaði Penas Huesca meðal annars að slá út San Pablo liðið í undanúrslitunum en Penas Huesca náði ekki að vinna úrslitaeinvígið og komst því ekki upp í ACB-deildina.

San Pablo Inmobiliaria er að setja saman nýtt lið fyrir komandi tímabil og er Ægir Þór einn af fjórum nýjum leikmönnum sem hafa verið staðfestir.

Ægir Þór Steinarsson var einn af leikmönnum Íslands á Eurobasket í fyrrahaust og er æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir verkefni haustsins.


Tengdar fréttir

Ægir spilaði vel og Huesca í úrslit

Ægir Þór Steinarsson og félagar í Peñas Huesca eru komnir í úrslitaleikinn um laust sæti í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

KR missir Ægi Þór til Spánar

Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Íslands- og bikarmeistara KR, hefur samið við spænska liðið CB Penas Huesca og mun því ekki klára tímabilið með Íslands- og bikarmeisturum KR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.