Körfubolti

Kári og Jón Axel báðir valdir í úrvalslið mótsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson með verðlaun sín.
Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson með verðlaun sín. Mynd/FIBA Europe

Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir valdir í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópukeppni tuttugu ára landsliða sem lauk í Grikklandi í kvöld.

Íslenska landsliðið varð að sætta sig við silfrið eftir ótrúlegan úrslitaleik við Svartfjallaland þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu.

Íslenska liðið vann sig til baka inn í leikinn og fékk síðan tækifæri til að tryggja sér sigur eða aðra framlengingu. Silfrið breytir ekki því að Ísland er komið í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögu tuttugu ára landsliðsins.

Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir meðal fjögurra stigahæstu leikmanna mótsins. Það er mikill heiður fyrir þá að vera valdi í úrvalsliðið.  

Þeir eru í úrvalsliðinu ásamt leikmanni frá Svartfjallalandi, Grikklandi og Króatíu. Ísland átti því flesta leikmenn í úrvalsliðinu.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16,9 stig, 8,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 23 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar í úrslitaleiknum.

Haukamaðurinn Kári Jónsson var með 17,1 stig, 4,7 fráköst, 3,6 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með 14 stig, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í úrslitaleiknum. Kári skoraði 29 stig í sigrinum á Grikklandi í undanúrslitunum.
Tengdar fréttir

Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.