Körfubolti

Formaður KKÍ um árangur U-20 ára liðsins: Stórt og mikið afrek

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að áralöng vinna liggi á bak við þann árangur sem strákarnir í U-20 ára landsliðinu í körfubolta náðu í B-deild Evrópumótsins í Grikklandi.

Íslenska liðið komst alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Svartfellingum. Ísland tryggði sér þó sæti í A-deild sem er stór áfangi.

„Þetta sýnir hvaða árangur við höfum náð á undanförnum árum, bæði í yngri landsliðunum og svo með því að komast inn á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni. Þetta er góð tenging við það,“ sagði Hannes í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Nú erum við komin í A-deild Evrópukeppninnar í öllum aldursflokkum hjá strákunum og þetta er stórt og mikið afrek. Eins og ég hef sagt áður, við strákana og teymið, að þá er þetta einn af stóru köflunum í sögubókinni góðu sem alltaf er verið að skrifa.“

Hannes segir að leikmenn íslenska U-20 ára liðsins leggi mikið á sig til að ná árangri.

„Svona árangur verður ekki til á einni nóttu eða á nokkrum dögum. Strákarnir hafa æft mikið á undanförnum árum og þeir æfa ekki bara yfir vetrartímann heldur allt árið,“ sagði Hannes sem hrósaði einnig starfinu sem er unnið í félögum í landinu.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Þess má geta að rætt verður við Kára Jónsson og Jón Axel Guðmundsson, lykilmenn U-20 ára landsliðsins, í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik.

Ungu strákarnir okkar komnir í úrslit á EM

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta spilar til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta sem fer fram í Grikklandi um þessar mundir. Liðið gerði sér lítið fyrir vann heimamenn frá Grikklandi, 70-67.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.