Körfubolti

Darrel Lewis á leið til Þórs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewis og félagar fagna sigri.
Lewis og félagar fagna sigri. vísir/vísir

Darrel Keith Lewis er á leið til Þórs Akureyrar frá Tindastól samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar 365.

Darrel, sem er 40 ára gamall, er með íslenskan ríkisborgararétt, en hann fékk ríkisborgararétt árið 2004.

Hann kom fyrst til landsins til að spila með Grindavík frá árinu 2002 til 2005, en kom svo aftur til landsins tímabilið 2012/13 þegar hann gekk í raðir nágrannana í Keflavík.

Í júní 2014 gekk hann svo í raðir Tindastóls, en þar hefur hann spilað síðustu tvö ár við góðan orðstír.

Á síðasta tímabili var hann með 19,5 stig að meðaltali í leik, en 5,9 fráköst og 4,1 stoðsendingar að meðaltali fyrir Tindastól.

Þórsarar verða nýliðar í Dominos-deild karla á næstu leiktíð, en Benedikt Guðmundsson þjálfar Akureyrarliðið.

„Lewis kemur með mikla reynslu inn í hópinn sem mun nýtast vel. Þrátt fyrir að vera fimmtugsaldri er hann frábær alhliða leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum og gefur töluvert yngri leikmönnum ekkert eftir," sagði Benedikt.

„Hann hefur verið einn allra besti leikmaðurinn deildarinnar undanfarin ár og hugsar vel um skrokkinn á sér. Það er líka gaman fyrir mig að hafa einn sem er á mínum aldri til að tala við um allt í gamla daga."

Uppfært 21.06: Þór hefur staðfest komu Lewis á heimasíðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.