Lífið

Forsetaáskorun Vísis: Guðfaðirinn uppáhalds mynd Davíðs Oddssonar

Samúel Karl Ólason og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa
Lambakjöt og Örn Árnason. Davíð Oddsson er ólíkindatól.
Lambakjöt og Örn Árnason. Davíð Oddsson er ólíkindatól. Vísir/Garðar
Davíð hitti konuna sína, Ástríði Thorarensen, fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbæ og honum finnst gott að fá sér rauðvínsglas með henni. Godfather kvikmyndirnar eru í uppáhaldi hjá forsetaframbjóðandanum sem hefur sjálfur aldrei verið tekinn af lögreglunni.

Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Davíðs við Forsetaáskorun Vísis.

Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Davíð Oddsson tekur nú áskorunina.

 

Hundurinn Tanni var landsþekktur.Vísir/Úr safni
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Þingvellir

Hundar eða kettir?

Hundurinn Tanni var tryggur vinur okkar í mörg ár en nú er Frans heimiliskötturinn.

Hver er stærsta stundin í lífi þínu?

Fæðing Þorsteins, sonar okkar Ástríðar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakjöt

Hvernig bíl ekur þú?

Toyota

Besta minningin?

Samverustundir með Íju frænku og ömmu Valgerði.

Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?

Nei.

Hverju sérðu mest eftir?

Það er nú svo að maður sér fremur eftir því sem ekki hefur verið en því sem gert hefur verið.

Megas er einn af uppáhalds tónlistarmönnum Davíðs.Vísir
Reykir þú?

Nei, en á árum áður þótti mér gott að fá vindil á góðri stundu.

Uppáhalds drykkur(áfengur)?


Einu sinni var það koníak en síðustu ár finnst mér gott að fá rauðvínsglas með Ástríði.

Uppáhalds bíómynd?

Godfather

Uppáhalds tónlistarmaður?

Þeir eru margir tónlistarmennirnir; Megas, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan og Leonard Cohen eru þar á meðal.

Hvaða lag kemur þér í gírinn?

Í júní er það „Ég er kominn heim“ sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðlegt og íslenska landsliðið hefur gert að sínu.

Draumaferðalagið?

Bíltúr austur í Kolhrepp.

Hefur þú migið í saltan sjó?

Já ég var messi á Esjunni og varð aldrei sjóveikur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?

Starfað sem jólasveinn í þrjú ár.

Davíð, er þetta þú?Vísir/Vilhelm
Hefur þú viðurkennt mistök?

Já. Enginn maður kemst í gegnum lífið án þess að gera mistök.  

Hverju ertu stoltastur af?

Að hafa lifað lífinu.

Rómantískasta augnablik í lífinu?

Þegar ég rakst á Ástríði fyrir utan Glaumbæ í fyrsta sinn.

Trúir þú á líf eftir dauðann?

Upprisan er hluti kristinnar trúarinnar.

Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig?

Annað hvort Örn Árnason eða ég sjálfur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×