Körfubolti

Raggi Nat æfir með Dallas Mavericks: „Ætlaði fyrst ekki að trúa þessu“

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem spilað hefur í NBA, vakti athygli NBA-liðsins Dallas Mavericks á íslenska landsliðsmanninum Ragnari Nathanaelssyni og fer hann til æfinga hjá Dallas í þrjá daga í næstu viku.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en Ragnar verður í viku hjá Pétri í Seattle áður en hann heldur til Dallas.

„Ég ætlaði ekki að trúa þessu fyrst. Það var bara stress og ég þurfti alveg þrjá daga til að fatta að þetta væri raunverulegt. Þeir vildu sjá meira af mér og buðu mér því að sýna hvað í mér býr,“ segir Ragnar.

„Ég verð mældur og skoðaður og ef þeim lýst á mig þá bjóða þeir mér í sumarmót með þeim þar sem þeir fá að sjá mig spila á móti fleiri leikmönnum. Stefnan er sett á það.“

Risinn viðurkennir að hafa verið í betra standi.

„Við pössum á að halda okkur í formi þegar að við vitum að það eru landsliðsverkefni framundan. Við höldum okkur í formi á sumrin. Við erum búnir að vera að æfa mikið og spila mikið og svo fæ ég viku hjá Pétri til að koma mér í topp stand,“ segir Ragnar Nathanaelsson.

Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.