Körfubolti

Sigurður Þorvaldsson til KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður spilaði í rúman áratug með Snæfelli.
Sigurður spilaði í rúman áratug með Snæfelli. vísir/stefán

Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Þorvaldsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara KR.

Sigurður, sem er 35 ára framherji, hefur lengst af ferilsins leikið með Snæfelli og varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með félaginu.

Sigurður var með 14,6 stig, 6,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur en Snæfell endaði í 9. sæti Domino's deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina annað árið í röð.

Hjá KR er Sigurði væntanlega ætlað að fylla skarð Helga Más Magnússonar sem lagði skóna á hilluna eftir tímabilið.

Sigurður hefur leikið 57 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.