Innlent

Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu

Birgir Olgeirsson skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Pjetur
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur opnað bókhald sitt og eiginkonu sinnar er varðar tekjur þeirra, eignir og skuldir. Árni Páll gerir það eftir að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, birti lykilupplýsingar úr skattframtali hennar og maka á síðasta ári og árinu þar á undan.

„Vonandi verður það öðrum hvatning til að svara réttmætum spurningum sem að þeim snúa,“ skrifar Árni Páll á vef sínum þar sem hann birtir upplýsingarnar en ekki afrit af skattframtalinu sjálfu. Eygló Harðardóttir birtir sömuleiðis einungis upplýsingar úr skattframtali sínu á ráðherrasíðu sinni en ekki afrit af skattframtalinu sjálfu.

Á vef Árna Páls kemur fram að hann var með 11,9 milljónir króna í laun árið 2014 og 12,5 milljónir í laun á árinu 2015.

Árni Páll er með tvær eignir skráðar á sig samkvæmt þessum upplýsingum en um er að ræða hús og bíl. Annars vegar er það húseign að Túngötu 36A sem var metin á 57 milljónir króna árið 2015 en 69,3 milljónir króna í ár.

Bíllinn var metinn á 1,7 milljónir króna árið 2015 en 1,5 milljónir króna árið 2016.

Skuldir Árna Páls og eiginkonu hans námu 44 milljónum króna árið 2015 en 39 milljónum króna árið 2016. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×