Körfubolti

Þór frá Akureyri komið upp í Domino´s deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason spilar í Domino´s deildinni næsta vetur.
Tryggvi Snær Hlinason spilar í Domino´s deildinni næsta vetur. Vísir/Stefán

Benedikt Guðmundsson er búinn að koma Þór frá Akureyri upp í úrvalsdeild karla í körfubolta á ný en Þórsarar tryggðu sér sæti í Domino´s deildinni og sigur í 1. deild karla með öruggum sigri í Hveragerði í kvöld.

Þórsliðið vann Hamar með 22 stigum í Hveragerði, 109-7, og hefur þar með unnið 14 af 17 deildarleikjum tímabilsins.

Þór er með fjögurra stiga forskot á Fjölni og Skallagrím auk þess að hafa betri innbyrðisstöðu gegn báðum liðum.

Þórsarar hafa ekki spilað í úrvalsdeildinni síðan 2009 og unnu aðeins 1 af 21 leik sínum í 1.deildinni í fyrra. Benedikt kom síðasta sumar og góðir leikmenn með honum og Akureyri á nú lið í efstu deild körfuboltans á nýjan leik.

Tveir leikmenn Þórsliðsins skoruðu yfir 30 stig í kvöld en það voru þeir Andrew Jay Lehman (31 stig, 8 stoðsendingar) og Danero Thomas (30 stig, 12 fráköst). Þröstur Leó Jóhannsson var með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 8 stoðsendingar auk þess að skora 6 stig.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Benedikt fer með lið upp í úrvalsdeildina en það gerði hann einnig með Fjölni 2005 og Þór úr Þorlákshöfn 2012.

Tvö lið fara upp í úrvalsdeildina en hitt sætið er í boði í fjögurra liða úrslitakeppni 1. deildarinnar í vor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.