Körfubolti

Gunnhildur nálgast Sigrúnu en það er langt í met Guðbjargar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir mætir alltaf til leiks.
Gunnhildur Gunnarsdóttir mætir alltaf til leiks. vísir/ernir

Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistar Snæfells, hefur ekki misst úr landsleik síðan að hún lék sin fyrsta A-landsleik á Norðurlandamótinu í Noregi í maí 2012.

Gunnhildur er farin að nálgast þær landsliðskonur sem haldið hafa sæti sínu í liðinu lengst eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik.

Gunnhildur spilar væntanlega sinn 22. leik í röð á móti Portúgal á morgun og fer þar með upp fyrir Sólveigu Gunnlaugsdóttur.

Gunnhildur vantar þá bara tvo leiki til að jafna afrek liðsfélags síns í íslenska liðinu í dag. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir lék 24 leiki í röð frá því að hún fékk sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu og aðeins þrjár landsliðskonur hafa gert betur.

Metið á Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ og fararstjóri íslenska liðsins í Portúgal. Guðbjörg spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Danmörku 10. október 1990 og missti síðan ekki úr landsleik fyrr en á Norðurlandamótinu í Bergen tæpum tíu árum síðar.

Guðbjörg lék alls 45 landsleiki í röð frá fyrsta landsleik en hún var í fæðingarorlofi þegar hún missti af landsleikjunum í áratug.

Hildur Sigurðardóttir var farin að nálgast met Guðbjargar árið 2004 þegar hún var komin með 40 leiki í röð frá fyrsta leik en missti þá af einum landsleik vegna meiðsla.

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir er í þriðja sæti listans en hún lék 30 leiki í röð frá og með sínum fyrsta A-landsleik.

Flestir leikir í röð frá fyrsta landsleik:
45 · Guðbjörg Norðfjörð
40 · Hildur Sigurðardóttir
30 · Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
24 · Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
21 · Gunnhildur Gunnarsdóttir
21 · Sólveig Gunnlaugsdóttir
17 · Ragna Margrét Brynjarsdóttir
16 · Hanna B. Kjartansdóttir
16 · Olga Færseth
15 · Gréta María Grétarsdóttir
15 · Pálína Gunnlaugsdóttir
14 · Linda Stefánsdóttir
12 · Hildur Björg Kjartansdóttir
12 · Lovísa Guðmundsdóttir
12 · Margrét Rósa Hálfdanardóttir


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.