Lífið

Bein út­sending: Hlust­enda­verð­launin á Stöð 2 og Vísi í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Hlustendaverðlaunin 2016 fara fram í kvöld í Háskólabíói og verða þau í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Gríðarleg aðsókn hefur verið í miða á verðlaunin sem útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 hafa verið að gefa síðustu daga og alveg ljóst að færri komast að en vilja.

Margir að flottustu tónlistarmönnum landsins munu koma fram á hátíðinni og má þar nefna; Bubba og Spaðadrottningarnar, Pál Óskar, Dikta, Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Axel Flóvent, Fufanu og Glowie.

Útsendingin hefst klukkan 20.15 í kvöld, stendur til 22.15 og verður aðgengileg í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Kosning hafin um Hlustendaverðlaun 2016

Tilnefningar til Hlustendaverðlaunanna hafa verið gerðar opinberar og stendur nú kosning yfir á heimasíðum útvarpsstöðvanna og Vísi.is, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X977 kjósa það sem þeim fannst skara fram úr á tónlistarárinu 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×