Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins.
Bjarni Benediktsson er formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. vísir/vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Greint var frá tölunum í tíufréttum RÚV í kvöld.

Samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd var dagana 28. apríl til 29. maí, bæta bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,5 prósent en Píratar með 27,4.

Fylgi Framsóknaflokksins stendur nánast í stað en flokkurinn mælist með rúm tíu prósent. Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð tapa öll örlitlu fylgi. Vinstri græn mælast með tæp sautján prósent, Samfylkingin tæp átta prósent og Björt framtíð slétt fjögur.

Stjórnmálaaflið Viðreisn, sem stofnað var í síðustu viku, mælist með 4,3 prósent fylgi en það er litlu meira en Björt framtíð. Samtökin eru samkvæmt þessari könnun sjötti stærsti flokkur landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×