Leitin að heilaga fjallinu rannsökuð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:30 Sýningin Fjall verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan átta. mynd/JonatanGretarsson Þriðja einkasýning myndlistakonunnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fundum og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikningar sem ég yfirfærði í skúlptúra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“Sýningin verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni. Menning Mest lesið Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Lífið Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið „Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Lífið Embla Wigum ástfangin í London Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Hildur Sif og Páll Orri festu kaup á hönnunaríbúð í 101 Lífið „Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Lífið Eignaðist barn utan hjónabands Lífið Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Fleiri fréttir Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Þriðja einkasýning myndlistakonunnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fundum og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikningar sem ég yfirfærði í skúlptúra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“Sýningin verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni.
Menning Mest lesið Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Lífið Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið „Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Lífið Embla Wigum ástfangin í London Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Hildur Sif og Páll Orri festu kaup á hönnunaríbúð í 101 Lífið „Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Lífið Eignaðist barn utan hjónabands Lífið Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Fleiri fréttir Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira