Körfubolti

Er loksins komið að því hjá Flake?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrell Flake í leik með Tindastóli.
Darrell Flake í leik með Tindastóli. Vísir/Valli

Darrell Flake og félagar í Tindastól taka á móti Þór í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla en þetta verður sjötta úrslitakeppni Flake á Íslandi.

Darrell Flake hefur hins vegar aldrei upplifað það að vinna seríu í úrslitakeppni í úrvalsdeild karla á Íslandi því lið hans hafa alltaf tapað í átta liða úrslitum.

Í raun hefur Flake aðeins fagnað sigri í 2 af 12 leikjum sínum. Hvort sem það var KR (2003), Skallagrímur (2007 og 2008), Grindavík (2010) eða Þór (2013) þá var hann alltaf kominn í sumarfrí áður en undanúrslitin hófust. Eitt af þessum fimm töpum var með mótherjum hans í Þór í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum. Þór endaði þá í öðru sæti í deildinni en tapaði 2-0 fyrir KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Þá spá allir Tindastól sigri í seríunni á móti Þór og nú er hugsanlega loksins komið að því að Flake komist í undanúrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.