Innlent

Stelpur rokka og fá 7,5 milljónir

garðar örn úlfarsson skrifar
Samtökin Stelpur rokka vilja auka vægi kvenna í rokktónlist.
Samtökin Stelpur rokka vilja auka vægi kvenna í rokktónlist. fréttablaðið/Stefán

„Markmið samtakanna Stelpur rokka er að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi og verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi,“ segir í samningi samtakanna við Reykjavíkurborg.

„Kjarni starfseminnar er rokksumarbúðir fyrir tólf til sextán ára stúlkur þar sem þær læra á hljóðfæri, spila í hljómsveit og semja,“ segir í samningnum. „Á öllu kynningarefni félagasamtakanna Stelpur rokka, jafnt innanlands sem utan, komi fram að verkefnið sé styrkt af Reykjavíkurborg.“

Borgarráð samþykkti að veita samtals 7,5 milljónir króna til verkefnisins á næstu þremur árum.

Verkefnið er sagt falla vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem meðal annars „kveður á um að börnum og unglingum sé veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjamynda“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.