Lífið

Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir Selfyssingurinn Linda Jónsdóttir sem er viðmælandi í þriðja þætti af Margra barna mæðrum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Linda eignaðist dætur sínar þrjár ung að árum en þegar hún var að nálgast fertugt kynntist hún Valtý Bergmann Ármannssyni sem var þá barnlaus og starfaði sem smiður á Barbados. Þau hafa verið saman frá því daginn sem þau hittust og fyrir sex árum ættleiddu þau dreng frá Kína sem fékk nafnið Valtýr Bergmann. Tveimur árum síðar ættleiddu þau annan dreng, Kristján Karl. Tvær dætra hennar voru þá komnar í háskóla og sú yngsta í framhaldsskóla.

Linda segist aldrei hafa miklað það fyrir sér að „byrja upp á nýtt“. „Nei, aldrei. Jafnaldrar mínir eru flestir komnir með stálpuð börn og maður er auðvitað dálítið sér á báti. En mér finnst bara svo gaman að vera nálægt börnunum mínum og gæti ekki hugsað mér að vera að gera neitt annað í dag.“

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20.05.


Tengdar fréttir

Níu barna móðir á Eyrarbakka

"Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.