Körfubolti

Körfuboltakvöld: Viðtal ársins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Það er óhætt að segja að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafi stolið senunni í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Eftir tap Hattar fyrir Þór í Þorlákshöfn, 85-61, fór Viðar afar hörðum orðum um frammistöðu sinna manna sem hafa tapað öllum 10 leikjum sínum í Domino's deildinni í vetur.

„Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna,“ sagði Viðar í samtali við Daníel Rúnarsson eftir leikinn í Þorlákshöfn í gær.

Viðar var afar ósáttur með marga af sínum leikmönnum sem unnu svo sannarlega ekki fyrir aurunum sínum í gær.

„Staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, níu stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta,“ sagði Viðar saltvondur.

Þetta ótrúlega viðtal má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.