Körfubolti

Uppteknar í bandaríska háskólaboltanum og missa af landsleikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir.
Hildur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán

Þrír fastamenn í íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta geta ekki tekið þátt í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM 2017 en framundan eru tveir leikir hjá íslensku stelpunum.

Þetta eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir sem stunda allar nám í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á kki.is.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ungverjum út í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember og tekur síðan á móti Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudagskvöldið 25. nóvember.

Fjarvera þeirra Hildar, Margrétar og Söru er mikill missir fyrir íslenska liðið enda eru þær þrjár af fjórum stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á árinu 2015 þegar litið er á meðalskor í leik. Saman hafa þessar þrjár skorað 28,7 stig að meðaltali í landsleikjum sínum á árinu.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir er á sínu öðru ári með Canisius College og þar er Sara Rún Hinriksdóttir á sínu fyrsta ári. Hildur Björg Kjartansdóttir er á sínu öðru ári í The University of Texas Rio Grande Valley.

Allar þrjár munu þær spila leiki með skólum sínum sama kvöld og íslenska kvennalandsliðið er að spila í Ungverjalandi á laugardaginn kemur.

Margrét Rósa og Sara Rún spila með Canisius-háskólaliðinu bæði keppniskvöld íslenska landsliðsins í nóvember, fyrst laugardaginn 21. nóvember á móti St. Francis og svo miðvikudagskvöldið 25. nóvember á móti Binghamton. Þetta verða þriðji og fjórði leikur liðsins á tímabilinu og jafnframt tveir fyrstu heimaleikirnir.
 
Hildur Björg spilar á laugardeginum með UTRGV á móti Eastern Michigan University og fer sá leikur fram á útivelli en þriðjudaginn á eftir spilar liðið við University of California Santa Barbara og fer sá leikur fram í Kaliforníu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.