Körfubolti

Tveir nýliðar fara með til Ungverjalands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Gunnarsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir.
Berglind Gunnarsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir. Vísir/Stefán

Tólf manna hópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 er klár en íslensku stelpurnar fljúga út til Ungverjalands í fyrramálið.

Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá leikmenn sem fara með í ferðina.

Ívar og Bjarni höfðu valið fimmtán manna æfingahóp en aðeins þrettán leikmenn gátu tekið þátt í æfingunum.

Grindvíkingarnir Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir eru meiddar og gátu ekki verið með í þessu verkefni. Keflvíkingurinn Marín Laufey Davíðsdóttir er sú sem datt út úr hópnum fyrir Ungverjalandsleikinn.

Það eru því tvær að fara spila sinn fyrsta landsleik út í Ungverjalandi en það eru Berglind Gunnarsdóttir úr Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir úr Val.

Allur hópurinn heldur svo áfram æfingum fyrir seinni leikinn sem er á móti Slóvakíu og fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn eftir viku.

Landslið Íslands gegn Ungverjum
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði
Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.