Innlent

Nýta má orku Hverahlíðar á Hellisheiði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Leiða á gufu úr Hverahlíð niður í Hellisheiðarvirkjun.
Leiða á gufu úr Hverahlíð niður í Hellisheiðarvirkjun.

Orkustofnun hefur heimilað Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, að nýta orku úr jarðhitageymi við Hverahlíð fyrir Hellisheiðarvirkjun. Heimildin var gefin út í byrjun mánaðarins, en svæðið bætist við önnur svæði á Hellisheiði sem virkjunin nýtir.

Í gildi er virkjanaleyfi fyrir allt að 303 megavatta orkuveri á Hellisheiði. „Fram kemur í fylgibréfi Orkustofnunar með leyfinu, að ON hyggst ekki auka framleiðslu virkjunar, heldur er markmiðið að afla uppbótargufu og jarðhitavatns í Hverahlíð fyrir Hellisheiðarvirkjun,“ segir í umfjöllun Orkustofnunar.

Þá sé með leyfinu afmarkað nýtingarsvæði fyrir virkjun jarðhita á Hellisheiði í samræmi við gildandi rammaáætlun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.