Körfubolti

Páll Axel tók annað þriggja stiga met af Guðjóni Skúla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson fagnaði metinu nú ekki alveg eins og þegar hann varð meistari.
Páll Axel Vilbergsson fagnaði metinu nú ekki alveg eins og þegar hann varð meistari. Vísir/Daníel

Páll Axel Vilbergsson var sjóðheitur í síðasta leik með Grindvíkingum í Domino´s deild karla í körfubolta og þegar betur var að gáð þá náði hann að bæta met í leiknum.

Páll Axel skoraði 18 stig og tæpum 18 mínútum í öruggum sigri Grindvíkinga á ÍR í Seljaskóla en þessi 37 ára frábæri skotmaður hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum.

Páll Axel skoraði alls fjórar þriggja stiga körfur í leiknum og er þar með kominn með 871 þriggja stiga körfur fyrir Grindavík í úrvalsdeild karla.

Guðjón Skúlason átti metið yfir flesta þrista fyrir eitt félag en Guðjón skoraði á sínum tíma 867 þriggja stiga körfur fyrir Keflavík í deildarkeppni úrvalsdeildarinnar.

Guðjón átti einnig metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildarinnar (965) en Páll Axel hafði áður bætt það jafnframt því að vera sá fyrsti til að skora þúsund þriggja stiga körfur í efstu deild.

Páll Axel lék sinn 401. leik í úrvalsdeild karla á fimmtudagskvöldið var og hefur nú skorað 1033 þriggja stiga körfur í úrvalsdeild karla.

Páll Axel er að spila sitt fyrsta tímabil með Grindavík síðan 2011-2012 en hann var undanfarin þrjú ár í herbúðum Skallagríms í Borgarnesi.

Í fyrstu þremur leikjum Grindavíkur í Domino´s deildinni hefur Páll Axel skorað 40 stig, 13,3 að meðaltali og skilað 8 þriggja stiga skotum rétta leið í körfuna.

Páll Axel er með 57 prósent þriggja stiga skotnýtingu, 8 af 14, í þessum þremur sigurleikjum Grindvíkinga á móti FSu, Hetti og ÍR.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: #þrennuvaktin | Myndband

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins þegar Grindavík vann eins stigs sigur, 84-85, á FSu í fyrstu umferð Domino's deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.