Tónlist

Ed Sheeran var kynnir fyrir MTV: Sagður hafa verið ölvaður á sviðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sheeran var hress í gær.
Ed Sheeran var hress í gær. vísir/getty

Tónlistamaðurinn Ed Sheeran var kynnir á evrópsku MTV tónlistarverðlaununum í gærkvöldi í Mílan.

Sheeran, sem vann sjálfur tvenn verðlaun á hátíðinni, grínaðist mikið um það að hann væri að fá sér aðeins og sást hann oft með ginglas.  

Sheeran  er ekki þekktur fyrir það að vera mjög opinskár og í raun er hann nokkuð feiminn. Það var ekki að sjá í gærkvöldi og lék söngvarinn á alls oddi.

Umræða skapaðist um Sheeran á Twitter og var almenningur nokkuð viss um það að kappinn væri ölvaður á sviðinu.

Hér að neðan má sjá umræðuna á Twitter.

Twitter sprakk

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.