Körfubolti

Gunnhildur aftur með og Snæfell burstaði Grindavík | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir með bikarinn í leikslok ásamt foreldrum sínum Gunnari Sveinlaugssyni og Láru Guðmundsdóttur.
Gunnhildur Gunnarsdóttir og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir með bikarinn í leikslok ásamt foreldrum sínum Gunnari Sveinlaugssyni og Láru Guðmundsdóttur. Vísir/Garðar Örn

Íslandsmeistarar Snæfells eru meistarar meistaranna annað árið í röð eftir sannfærandi 34 stiga sigur á Grindavík, 79-45, í Meistarakeppni kvenna í Stykkishólmi í kvöld.

Garðar Örn Arnarson tók myndir fyrir Vísi í kvöld og það er hægt að sjá þær hér fyrir ofan og fyrir neðan.

Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, lék með liðinu á nýju eftir að hafa glímt við meiðsli og það munaði mikið um framlög hennar í kvöld.

Sigurinn var mjög öruggur en Snæfellsliðið komst í 23-11 eftir fyrsta leikhluta og var 26 stigum yfir í hálfleik, 47-21.

Haiden Denise Palmer, nýr bandarískur leikmaður Snæfellsliðsins, var með 22 stig og 8 stoðsendingar í leiknum.

Gunnhildur var sjálf með 15 stig og 4 stoðsendingar en hún hitti úr 5 af 6 skotum sínum í leiknum. Gunnhildur var kominn með 9 stig og 3 stoðsendingar í hálfleik.  

Miðherjinn Hugrún Valdimarsson nýtti tímann sinn vel og var með 12 stig, 7 fráköst og 2 varin skot á 22 mínútum.

Hin unga Hrund Skúladóttir og bandaríski leikmaðurinn Whitney Michelle Frazier voru stigahæstar í Grindavíkurliðinu með níu stig hvor.

Gunnhildur Gunnarsdóttir lyftir bikarnum í leikslok. Vísir/Garðar Örn
Vísir/Garðar Örn
Vísir/Garðar Örn


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.