Körfubolti

Gunnhildur aftur með og Snæfell burstaði Grindavík | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir með bikarinn í leikslok ásamt foreldrum sínum Gunnari Sveinlaugssyni og Láru Guðmundsdóttur.
Gunnhildur Gunnarsdóttir og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir með bikarinn í leikslok ásamt foreldrum sínum Gunnari Sveinlaugssyni og Láru Guðmundsdóttur. Vísir/Garðar Örn
Íslandsmeistarar Snæfells eru meistarar meistaranna annað árið í röð eftir sannfærandi 34 stiga sigur á Grindavík, 79-45, í Meistarakeppni kvenna í Stykkishólmi í kvöld.

Garðar Örn Arnarson tók myndir fyrir Vísi í kvöld og það er hægt að sjá þær hér fyrir ofan og fyrir neðan.

Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, lék með liðinu á nýju eftir að hafa glímt við meiðsli og það munaði mikið um framlög hennar í kvöld.

Sigurinn var mjög öruggur en Snæfellsliðið komst í 23-11 eftir fyrsta leikhluta og var 26 stigum yfir í hálfleik, 47-21.

Haiden Denise Palmer, nýr bandarískur leikmaður Snæfellsliðsins, var með 22 stig og 8 stoðsendingar í leiknum.

Gunnhildur var sjálf með 15 stig og 4 stoðsendingar en hún hitti úr 5 af 6 skotum sínum í leiknum. Gunnhildur var kominn með 9 stig og 3 stoðsendingar í hálfleik.  

Miðherjinn Hugrún Valdimarsson nýtti tímann sinn vel og var með 12 stig, 7 fráköst og 2 varin skot á 22 mínútum.

Hin unga Hrund Skúladóttir og bandaríski leikmaðurinn Whitney Michelle Frazier voru stigahæstar í Grindavíkurliðinu með níu stig hvor.

Gunnhildur Gunnarsdóttir lyftir bikarnum í leikslok.Vísir/Garðar Örn
Vísir/Garðar Örn
Vísir/Garðar Örn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×