Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum

02. september 2015
skrifar

Leikstjórinn Baltasar Kormákur var stórglæsilegur í smókingfötum frá Jör á rauða dreglinum í kvöld. Var mynd af þeim hjónum birt á Instagram síðu Jör nú í kvöld.  

„Hann verður að vera fínn. Þetta eru smókingföt úr klassísku línunni okkur. Þau passa vel á rauða dregilinn,“ segir Guðmundur Jörundsson í samtali við blaðamann.

„Baltasar mun fara víða með þessa mynd og fékk mikið af fötum frá okkur fyrir þetta ferðalag. Lilja fékk líka föt frá okkur þannig að það verður gaman að fylgjast með.“

Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir eru stödd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en þar verður nýjasta mynd Baltasars, Everest frumsýnd í kvöld. 

Þangað voru þau mætt ásamt aðalleikurum myndarinnar Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, Keira Knightly og Robin Wright. 

Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 18.september. 
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.


Lilja og Baltasar glæsileg á rauða dreglinum í Feneyjum