Tónlist

Ný plata komin út með Diktu: Útgáfutónleikar í Hörpunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dikta með tónleika á miðvikudaginn.
Dikta með tónleika á miðvikudaginn.

Platan Easy Street með Diktu kemur út í dag og verða útgáfutónleikar í Hörpu af því tilefni.

Dikta hefur notið mikilla vinsælda frá því hljómsveitin var stofnuð árið 1999, meðal annars var hún kjörin Vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum tvö ár í röð.

Í dag kemur út ný plata frá Diktu sem ber titilinn Easy Street og er svo sannarlega til vitnis um að hljómsveitin hefur hvergi slegið slöku við. Platan var unnin á tveggja ára tímabili hérlendis og í Þýskalandi undir stjórn þýska upptökustjórans Sky van Hoff.

Lögin Sink or Swim og We'll Meet Again hafa þegar heyrst af plötunni og hafa þau fengið gríðargóðar viðtökur á öldum ljósvakans og ríkir því mikil eftirvænting hjá aðdáendum eftir plötunni, sem verður einnig fáanleg á vínil, síðar í haust.

Af þessu tilefni blæs Dikta til útgáfutónleika í Norðurljósum Hörpu þann 9. september þar sem öllu verður til tjaldað svo tónleikarnir megi verða sem glæsilegastir. Hægt að nálgast miða á Tix.is.sAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.