Viðskipti innlent

Eik hagnast um 1,5 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, hringdi Eik inn í Kauphöllina í vor. Síðan þá hefur viðri Eikar aukist um rúmlega 10 prósent.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, hringdi Eik inn í Kauphöllina í vor. Síðan þá hefur viðri Eikar aukist um rúmlega 10 prósent. vísir/gva
Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins.

Rekstrartekjur Eikar námu 2.883 milljónum króna, þar af voru leigutekjur 2.719 milljónir króna samkvæmt uppgjörstilkynningu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 1.971 milljón króna.

Eik var skráð í Kauphöll Íslands fyrr á þessu ári og nemur einskiptiskostnaður vegna þessa 88 milljónum króna.

Virði hlutabréfa í Eik hafði klukkan 10 hækkað um 2,23 prósent í viðskiptum dagsins.

Heildareignir Eikar voru 65,8 milljarðar króna þann 30. júní 2015, þar af námu. Eigið fé félagsins nam 20,4 milljörðum króna í lok júní 2015 og var eiginfjárhlutfall 31%. Heildarskuldir félagsins námu 45,4 milljörðum króna.

Eik á yfir 100 fasteignir og telja þær samtals yfir 273 þúsund fermetra. Virði fjárfestingareigna félagsins er um 64 milljarðar króna og heildarfjöldi leigutaka er yfir 400. Helstu eignir félagsins eru Borgartún 21 og 26, Nýi Glæsibær, Turninn í Kópavogi, Smáratorg og Austurstræti 5,6,7 og 17. Stærstu leigutakar eru Fasteignir ríkissjóðs, Húsasmiðjan, Landsbankinn, Rúmfatalagerinn, Skipti, Deloitte og VÍS.

Stærsti hluti fasteignasafns Eikar eru skrifstofuhúsnæði eða 48%. Næst koma verslunarhúsnæði 31%, lagerhúsnæði 9%, veitingahúsnæði 4% og hótel 3%. Um 88% fasteigna félagsins eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af 39% á fjármála- og viðskiptasvæði Reykjavíkur (aðallega innan póstnúmera 105 og 108) og 13% í miðbæ Reykjavíkur. 12% eignasafnsins er á landsbyggðinni, þar af 10% á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×