Viðskipti innlent

Reykjavík Chips lokað tímabundið vegna gallaðra kartaflna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/NEJ

Reykjavík Chips, veitingastað þeirra Friðriks Dórs, Ólafs Arnalds, Arnars Dan Kristjánssonar og Hermanns Óla Davíðssonar sem sérhæfir sig í frönskum kartöflum, var lokað í dag. Ástæðan er galli á sérinnfluttum kartöflum sem fyrirtækið fékk sent að utan.

„Ástandið á kartöflunum var ekki nógu gott til að bjóða viðskiptavinum okkar það. Það var greinilega einhver galli og eins leiðinlegt og það er getum við ekkert gert þegar við fáum gallaða vöru til okkar og alls ekki boðið upp á hana,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi.

Friðrik segir að þeir hafi fengið annars konar kartöflur til prufu og að þær hafi ekki hentað heldur. „Úr varð verri vara en við viljum bjóða upp á og alls ekki á pari við það sem við viljum kalla bestu franskar á Íslandi.“

Nú eru þeir að vinna að því að útvega sér fleiri tegundir af kartöflum til prufu. Því er mögulegt að Reykjavík Chips verði lokað lengur en bara í dag. „Það verður lokað eins lengi og við erum að finna út úr þessari ömurlegu stöðu sem að við erum komnir í. Auðvitað vonumst við til að geta opnað sem allra fyrst.“

Reykjavík Chips hefur verið vel tekið að sögn Friðriks, frá því veitingastaðurinn opnaði 17. júní. Hann segir þá félaga vera ofboðslega þakkláta fyrir viðtökurnar og þeir séu ánægðir með hve margir virðist fara ánægðir frá þeim.

„Auðvitað viljum við hafa það þannig, en eins og staðan var í dag, þá hef ég trú á því að einhverjir hafi farið allt annað en ánægðir út. Miðað við það sem þau voru að borða. Því lokuðum við frekar en að senda fólk óánægt út.Vonandi getum við leyst þessa stöðu sem fyrst til að geta haldið áfram að bjóða upp á alvöru heimagerðar franskar með alvöru heimagerðum sósum.“

Kæru vinir. Það getur verið erfitt að bjóða aðeins upp á einn rétt á matseðli og við höfum heldur betur fengið að...

Posted by Reykjavík Chips on Tuesday, June 30, 2015

Tengdar fréttir

Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní

Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,05
15
153.714
ORIGO
1,37
3
3.230
ICEAIR
1,28
14
75.005
MAREL
0,72
13
102.384
ARION
0,63
6
350.347

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,73
1
149
FESTI
-0,62
1
5.186
EIK
-0,54
4
41.860
REITIR
-0,46
4
137.870
REGINN
-0,44
2
22.725
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.