Körfubolti

Kári valinn besti leikmaðurinn á Norðurlandamótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári í leik með Haukum.
Kári í leik með Haukum. visir/vilhelm
Kári Jónsson, leikmaður U18 ára landslið Íslands, var valinn besti leikmaður Norðurlandamótsins í flokki U18 karla, en Karfan.is greinir frá þessu.

Kári er stigahæsti leikmaður íslenska liðsins með 17,5 stig að meðaltali í leik, 5,8 fráköst og 3 bolta stolan að meðaltali í leik.

Haukamaðurinn er einnig í úrvalsliði mótsins, en hann er þar ásamt Harald Frey (Noregi), Robert Valge (Eistlandi), John Brändmark (Svíþjóð) og Hannes Pölla(Finnlandi).

Ísland á eftir að spila einn leik á mótinu, en þeir mæta Dönum. Með sigri krækir Ísland sér í silfrið á mótinu.

Kári með verðlaunin:

Besti leikmaður NM 2105 í U18 karla: Kári Jónsson. #NM2015 #korfubolti #whataman

A photo posted by @karfan_is on

Kári í viðtali við Körfuna:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×