Körfubolti

Kári valinn besti leikmaðurinn á Norðurlandamótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári í leik með Haukum.
Kári í leik með Haukum. visir/vilhelm

Kári Jónsson, leikmaður U18 ára landslið Íslands, var valinn besti leikmaður Norðurlandamótsins í flokki U18 karla, en Karfan.is greinir frá þessu.

Kári er stigahæsti leikmaður íslenska liðsins með 17,5 stig að meðaltali í leik, 5,8 fráköst og 3 bolta stolan að meðaltali í leik.

Haukamaðurinn er einnig í úrvalsliði mótsins, en hann er þar ásamt Harald Frey (Noregi), Robert Valge (Eistlandi), John Brändmark (Svíþjóð) og Hannes Pölla(Finnlandi).

Ísland á eftir að spila einn leik á mótinu, en þeir mæta Dönum. Með sigri krækir Ísland sér í silfrið á mótinu.

Kári með verðlaunin:

Besti leikmaður NM 2105 í U18 karla: Kári Jónsson. #NM2015 #korfubolti #whataman

A photo posted by @karfan_is on

Kári í viðtali við Körfuna:

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.