Körfubolti

Israel Martín tekur við Bakken Bears

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Israel Martín fagnar sæti Tindastóls í lokaúrslitunum.
Israel Martín fagnar sæti Tindastóls í lokaúrslitunum. Vísir/Stefán

Israel Martín Concepción verður næsti þjálfari danska liðsins Bakken Bears en hann gerði frábæra hluti með nýliða Tindastóls á þessu tímabili og var kosinn besti þjálfari Dominos-deildarinnar.

Bakken Bears segir frá ráðningu þessa fertuga Spánverja á heimasíðu sinni en hann mun heimsækja danska liðið í næstu viku og hefja síðan störf í byrjun ágúst.

Bakken Bears varð í 2. sæti í vetur alveg eins og Tindastólsliðið en liðið tapaði 4-2 á móti  Horsens í úrslitaeinvíginu. Israel Martín tekur við starfi Finnans Ville Tuominen sem snýr aftur á heimaslóðir sínar þar sem hann fékk starf sem framkvæmdastjóri  Joensuun Kataja Basket, sem er eitt stærsta körfuboltafélag landsins.

„Bakken Bears er stærsta félagið í Danmerku og setur alltaf stefnuna á að vinna titilinn. Ég hlakka líka til að taka þátt í EuroChallenge keppninni. Bakken Bears er metnaðarfullt félag og Árósir er yndislegu bær. Ég mun gera mitt besta í að hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum," sagði  Israel Martín í viðtali á heimasíðu félagsins.

Israel Martín þjálfaði lið á Kanaríeyjum og í Kósóvó áður en hann kom til Sauðárkróks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.