Körfubolti

KR ætlar að halda Craion fari hann ekki sömu leið og meistarakanar KR-inga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Craion er lykilmaður KR.
Michael Craion er lykilmaður KR. vísir/andri marinó

Íslandsmeistarar KR í Dominos-deild karla í körfubolta vilja halda Michael Craion, bandarískum miðherja liðsins, ef mögulegt er.

Craion kom til KR síðasta sumar eftir tveggja ára dvöl í Keflavík og var lykilmaður í KR-liðinu sem varði Íslandsmeistaratitil sinn á nýliðinni leiktíð.

„Hugmyndin er að halda honum, en vanalega hafa erlendir leikmenn KR sem vinna titilinn farið í stærri deildir. Þessir titlar hjálpa þeim mikið,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, við Vísi.

Craion skoraði 24,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 12,4 fráköst. En tölfræðin er ekki allt, segir Böðvar.

„Menn hafa verið að skora 30 stig í lélegum liðum en það er eins og liðin úti horfi mikið til árangurs. Allir þessir Bandaríkjamenn sem hafa unnið titilinn með okkur hafa komist í stærri deildir og fengið laun sem við getum ekki keppt við,“ segir hann.

„Demond Watt sem spilaði með okkur í fyrra komst í stærri deild, Marcus Walker sem var hérna 2011 fór til Úkraínu og þaðan til Ítalíu og Jason Dourisseau komst líka í talsvert betri laun.“

Verði Craion aftur á móti áfram á Íslandi er Böðvar handviss um að miðherjinn haldi áram í KR.

„Ég hef enga trú á öðru en hann vilji vera áfram í meistaraliðinu sem ætlar sér að verja titilinn aftur,“ segir Böðvar Guðjónsson


Tengdar fréttir

Finnur Freyr: Sætti mig strax við pressuna

Finnur Freyr Stefánsson er fyrsti þjálfari KR í 47 ár sem hlýtur tvo Íslandsmeistaratitla í röð. Hann segist hafa tekið vissa áhættu í undanúrslitunum gegn Njarðvík og kallar Stefan Bonneau martraðamanninn sinn.

Viljum vinna miklu fleiri titla

KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta annað árið í röð og í 14. sinn í sögu félagsins í gærkvöldi þegar liðið vann Tindastól, 88-81, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR-ingar stefna á að vinna fleiri titla á næstu árum og stefna á bikarmeistaratitilinnAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.