Körfubolti

Ágúst hættir með Valskonur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Björgvinsson.
Ágúst Björgvinsson. Vísir/Stefán

Ágúst Björgvinsson verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs Vals í Dominos-deildinni en hann hættir með liðið eftir fjögurra ára starf.

Ágúst þjálfaði báða meistaraflokkana hjá Val síðustu fjögur tímabil en það er ekki enn ljóst hvort hann haldi áfram með karlaliðið.

Ágúst staðfesti við Vísi að hann sé hættur með kvennaliðið sem og að hann sé í viðræðum við Valsmenn um framhald hans hjá karlaliðinu.

Valskonur komust tvisvar í úrslitakeppnina undir stjórn hans þar sem þær töpuðu tvisvar í oddaleik í undanúrslitunum og þær komust líka einu sinni í bikarúrslitaleikinn. Valsliðið varð síðan Lengjubikarmeistari haustið 2013.

Karlaliðið Vals sat eftir í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í Dominos-deildinni i vetur og kvennalið Vals endaði í 5. sæti eftir að hafa tapað á móti Grindavík í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um laust sæti í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.