Körfubolti

Þriðju lokaúrslit Gunnhildar á fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Gunnhildur Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm

Gunnhildur Gunnarsdóttir, bakvörður Snæfellsliðsins, verður í stóru hlutverki í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta þar sem Gunnhildur og félagar mæta Keflavík.

Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 í kvöld í Stykkishólmi.

Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur átt frábært tímabil en hún er með 12,1 stig, 5,1 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðtali í 32 leik í deild og úrslitakeppni.

Gunnhildur er eini leikmaður liðanna tveggja í úrslitaeinvíginu í ár sem er mætt í sín þriðju lokaúrslit frá og með árinu 2012. Þetta verða aftur á móti hennar fyrstu lokaúrslit í búningi Snæfells.

Gunnhildur, sem er úr Stykkishólmi, var í liði Haukar í úrslitaeinvíginu 2012 og 2014. Í bæði skiptin varð Gunnhildur að sætta sig við silfrið þar af í fyrra eftir tap á móti Snæfelli.

Flestir leikir í lokaúrslitum kvenna frá 2012 til 2014
7 - Gunnhildur Gunnarsdóttir
7 - Margrét Rósa Hálfdanardóttir
7 - Lele Hardy
7 - Auður Íris Ólafsdóttir
7 - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
7 - Ína María Einarsdóttir
5 - Lovísa Björt HenningsdóttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.