Körfubolti

Sara Rún næstyngst til að skora 30 stig í lokaúrslitum kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í gær í þriðja leik úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna þegar Keflavíkurkonur urðu að sætta sig við þriðja tapið í röð á móti Snæfelli.

Sara Rún fór á kostum og hitti úr 11 af 13 skotum sínum í leiknum þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Sara Rún sem verður ekki 19 ára fyrr en í haust varð þar með næstyngsti leikmaðurinn sem nær því að skora þrjátíu stig í einum leik í lokaúrslitum kvenna.

Hanna Björg Kjartansdóttir á enn metið en hún var tæpum þremur mánuðum yngri en Sara Rún þegar hún skoraði 34 stig fyrir Keflavík í lokaúrslitum á móti KR voruið 1993.

Sara Rún komst aftur á móti upp fyrir Helenu Sverrisdóttur sem var orðin 19 ára gömul þegar hún skorað 33 stig í leik með Haukum í lokaúrslitum á móti Keflavík vorið 2007.

Sara Rún varð í gær aðeins sjötta íslenska konan sem nær að skora 30 stig í einum og sama leiknum í lokaúrslitum kvenna



Yngst til að skora 30 stig í lokaúrslitum kvenna:

18 ára, 5 mánaða og 23 daga

Hanna Björg Kjartansdóttir, Keflavík (1993 á móti KR)

18 ára, 8 mánaða og 13 daga

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík (2015 á móti Snæfelli)

19 ára og 27 daga

Helena Sverrisdóttir, Haukum (2007 á móti Keflavík)



Flest stig í einum leik hjá íslenskri konu í lokaúrslitunum:

34 stig

Hanna Björg Kjartansdóttir, Keflavík (1993 á móti KR)

33 stig

Helena Sverrisdóttir, Haukum (2007 á móti Keflavík)

Unnur Tara Jónsdóttir, KR (2010 á móti Hamri)

31 stig

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík (2015 á móti Snæfelli)

30 stig

Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík (2013 á móti KR)

Hildur Sigurðardóttir, KR (2009 á móti Haukum)

Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli (2014 á móti Haukum)

29 stig

Helena Sverrisdóttir, Haukum (2007 á móti Keflavík)

28 stig

Guðbjörg Norðfjörð, KR (2002 á móti ÍS)

27 stig

Unnur Tara Jónsdóttir, KR (2010 á móti Hamri)

Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamar (2010 á móti KR)

Hanna Björg Kjartansdóttir, KR (1998 á móti Keflavík)

Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (1995 á móti Breiðabliki)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×