Körfubolti

Sara Rún næstyngst til að skora 30 stig í lokaúrslitum kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í gær í þriðja leik úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna þegar Keflavíkurkonur urðu að sætta sig við þriðja tapið í röð á móti Snæfelli.

Sara Rún fór á kostum og hitti úr 11 af 13 skotum sínum í leiknum þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Sara Rún sem verður ekki 19 ára fyrr en í haust varð þar með næstyngsti leikmaðurinn sem nær því að skora þrjátíu stig í einum leik í lokaúrslitum kvenna.

Hanna Björg Kjartansdóttir á enn metið en hún var tæpum þremur mánuðum yngri en Sara Rún þegar hún skoraði 34 stig fyrir Keflavík í lokaúrslitum á móti KR voruið 1993.

Sara Rún komst aftur á móti upp fyrir Helenu Sverrisdóttur sem var orðin 19 ára gömul þegar hún skorað 33 stig í leik með Haukum í lokaúrslitum á móti Keflavík vorið 2007.

Sara Rún varð í gær aðeins sjötta íslenska konan sem nær að skora 30 stig í einum og sama leiknum í lokaúrslitum kvenna


Yngst til að skora 30 stig í lokaúrslitum kvenna:

18 ára, 5 mánaða og 23 daga
Hanna Björg Kjartansdóttir, Keflavík (1993 á móti KR)

18 ára, 8 mánaða og 13 daga
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík (2015 á móti Snæfelli)

19 ára og 27 daga
Helena Sverrisdóttir, Haukum (2007 á móti Keflavík)Flest stig í einum leik hjá íslenskri konu í lokaúrslitunum:

34 stig
Hanna Björg Kjartansdóttir, Keflavík (1993 á móti KR)
33 stig
Helena Sverrisdóttir, Haukum (2007 á móti Keflavík)
Unnur Tara Jónsdóttir, KR (2010 á móti Hamri)
31 stig
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík (2015 á móti Snæfelli)
30 stig
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík (2013 á móti KR)
Hildur Sigurðardóttir, KR (2009 á móti Haukum)
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli (2014 á móti Haukum)
29 stig
Helena Sverrisdóttir, Haukum (2007 á móti Keflavík)
28 stig
Guðbjörg Norðfjörð, KR (2002 á móti ÍS)
27 stig
Unnur Tara Jónsdóttir, KR (2010 á móti Hamri)
Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamar (2010 á móti KR)
Hanna Björg Kjartansdóttir, KR (1998 á móti Keflavík)
Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (1995 á móti Breiðabliki)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.