Viðskipti innlent

Engar eignir í 15 milljarða gjaldþroti Atorkufélags

ingvar haraldsson skrifar
Geysir Green Energy átti hlut í HS Orku og HS veitum. Atorka var stærsti hluthafi Geysi Green Energy í gegnum félagið Renewable Energy Resources en bæði félögin hafa verið lýst gjaldþrota.
Geysir Green Energy átti hlut í HS Orku og HS veitum. Atorka var stærsti hluthafi Geysi Green Energy í gegnum félagið Renewable Energy Resources en bæði félögin hafa verið lýst gjaldþrota. vísir/valli
Ekkert fékkst upp í 15 milljarða króna kröfur í Renewable Energy Resources ehf. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Félagið var í eigu Atorku Group og hélt utan um eignarhlut Atorku í Geysi Green Energy en félagið var lýst gjaldþrota í maí árið 2014.

Geysir Green Energy átti m.a. hlut í HS Orku og HS Veitum auk þess að félagið fjárfesti í nýtingu háhitasvæða í Asíu og Bandaríkjunum.

Geysir Green Energy var lýst gjaldþrota um mitt ár 2013 og lauk gjaldþrotaskiptum fyrr á þessu ári. Magma Energy keypti hlut Geysis Green Energy í HS Orku á 16 milljarða króna árið 2010. Ekkert fékkst upp í 28,5 milljarða króna kröfur við gjaldþrotaskipti Geysi Green Energy.

Samkvæmt nýjast ársreikningi Renewable Energy Resources ehf., árið 2012, var eigið fé félagsins neikvætt um 15,2 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×